Gagnrýnendur ytra hafa keppst við að gefa amerísku kvikmyndaleikkonunni Sigourney Weaver lélega dóma fyrir frammistöðu sína sem Prospero í nýrri uppfærslu Jamies Lloyds á Ofviðrinu eftir Shake­speare á West End í London
Sigourney Weaver
Sigourney Weaver

Gagnrýnendur ytra hafa keppst við að gefa amerísku kvikmyndaleikkonunni Sigourney Weaver lélega dóma fyrir frammistöðu sína sem Prospero í nýrri uppfærslu Jamies Lloyds á Ofviðrinu eftir Shake­speare á West End í London. The Guardian greinir frá því að Times hafi gefið sýningunni tvær stjörnur og dagblaðið i hafi einungis gefið henni eina stjörnu. Eina undantekningin sé fjögurra stjörnu endurgjöf frá aðalleiklistargagnrýnanda Guardian. Þá er Weaver m.a. gagnrýnd fyrir flatneskju í leiktúlkun, að muna ekki textann sinn, og eiga í erfiðleikum með að koma heilli setningu frá sér án vandkvæða. Er því velt upp hvort það sé West End raunverulega til framdráttar að tefla fram Hollywood-­stjörnum í burðarhlutverk í verkum á borð við þetta til þess eins að laða að fleiri áhorfendur því að í þessu tilfelli hjálpi stjarnan ekki til.

...