Hættur Þórarinn Ingi lék undanfarin sjö tímabil með Stjörnunni.
Hættur Þórarinn Ingi lék undanfarin sjö tímabil með Stjörnunni. — Morgunblaðið/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 34 ára að aldri. Þórarinn tilkynnti ákvörðunina á facebooksíðu sinni á gamlársdag. Hann hafði leikið með Stjörnunni frá árinu 2018. Þar á undan lék Þórarinn með FH og uppeldisfélagi sínu ÍBV en hann lék með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2014. Alls urðu leikirnir í efstu deild á Íslandi 225 og mörkin 21. Þórarinn lék fjóra A-landsleiki.