30 ára Ivana er fædd og uppalin í Reykjavík en á rætur að rekja til Serbíu, þaðan sem foreldrar hennar fluttu þegar móðir hennar, Tanja, spilaði knattspyrnu hér á landi. Ivana útskrifaðist af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands og lauk mag. jur.-prófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 2020 með hæstu meðaleinkunn á slíku prófi frá upphafi en á námsferli sínum hlaut hún jafnframt öll verðlaun sem veitt eru fyrir námsárangur við deildina.

Að útskrift lokinni starfaði hún sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis uns hún lagði land undir fót í ágúst 2023 er hún hóf nám við Harvard-háskóla. „Þar var ég hluti af fjölbreyttum árgangi sem samanstóð af 180 nemendum frá 68 löndum. Námið gaf mér einstakt tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og var mjög lærdómsríkt.“

Ivana útskrifaðist frá Harvard með LL.M.-gráðu

...