Á förum? Trent gæti farið til Real Madríd á frjálsri sölu í sumar.
Á förum? Trent gæti farið til Real Madríd á frjálsri sölu í sumar. — AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafnað kauptilboði spænska félagsins Real Madríd í enska bakvörðinn Trent Alexander-Arnold. The Times greinir frá því að Madrídingar hafi verið reiðubúnir að borga háa fjárhæð fyrir Alexander-Arnold í janúarglugganum en að Liverpool hafi sagt þvert nei. Samningur hans rennur út í sumar og hefur Alexander-Arnold verið orðaður við skipti til Real Madríd þegar samningurinn rennur sitt skeið.