„Þetta bar þannig til að Erlangen hafði samband við Leipzig í byrjun desember og vildi fá mig. Þá fara einhverjar viðræður af stað milli liðanna og Erlangen kemur með mjög gott tilboð til Leipzig, sem Leipzig síðan á endanum samþykkir,“…
Þýskaland
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Þetta bar þannig til að Erlangen hafði samband við Leipzig í byrjun desember og vildi fá mig. Þá fara einhverjar viðræður af stað milli liðanna og Erlangen kemur með mjög gott tilboð til Leipzig, sem Leipzig síðan á endanum samþykkir,“ sagði Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Morgunblaðið.
Örvhenta skyttan skipti núna um áramótin frá Leipzig til Erlangen, en bæði lið leika í þýsku 1. deildinni. Þar eru þau í ólíkri stöðu; Leipzig er í 12. sæti með 14 stig en Erlangen er í 17. sæti, fallsæti, með aðeins fimm.
„Þá var það í mínum höndum hvað ég vildi gera og ég fer að tala við Erlangen. Þá fannst mér það spennandi og ákvað að slá til.
...