Viðsjár eru víða um heim og tryllt öfl ekki lengur svo ýkja fjarlæg. Við eigum því bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Þetta sagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands í nýársávarpi sínu í gær.

„Nýársdagur er dagur vona og fyrirheita, dagur nýs upphafs þar sem allt er kvikt og ungt, og við hugsum af stórhug um framtíð og af hlýju um fortíð, nýr dagur með gamlar rætur, svolítið eins og íslensk þjóð sem á sér langa sögu en er þó um leið ung í samfélagi sjálfstæðra þjóða. Í aðra röndina er þjóðarsálin eins og unglingur sem enn er að þroskast og verða til með aragrúa hugmynda í kollinum. Í hina röndina aldagamall reynslubolti,“ sagði forseti. Nefndi hún enn fremur að mótlæti sem Grindvíkingar tækjust á við setti hversdagslegar áskoranir í

...