Íran mun ræða við Frakkland, Bretland og Þýskaland um kjarnorkumál í Genf í Sviss 13. janúar nk. Fundurinn kemur í kjölfar þess að ráðamenn landanna þriggja fordæmdu Íran fyrir að vera enn að auka við birgðir sínar af auðguðu úrani án nokkurrar haldbærrar ástæðu. Þá var einnig rætt um að beita aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir Íran á síðustu árum hafa aukið mikið við birgðir sínar af auðguðu úrani, sem hægt er að nota til að búa til kjarnorkusprengju.