Gylfi Pálsson, skólastjóri, þýðandi og þulur, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 28. desember sl. 91 árs.
Gylfi fæddist á Eyrarlandsvegi 24 á Akureyri 1. febrúar 1933, sonur Sigríðar Oddsdóttur, símadömu og húsfreyju, og Páls Sigurgeirssonar, stórkaupmans í Braunsverslun og Vöruhúsinu.
Eftir skólaskyldu, þegar Gylfi var 14 ára, fór hann í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem stúdent 1952. Árin eftir stúdentsprófin fóru í sjómennsku og vinnu á síldarplönum.
Gylfi útskrifaðist árið 1963 frá Háskóla Íslands með BA-próf í mannkynssögu og bókasafnsfræði ásamt prófi í uppeldis- og sálarfræðum til kennsluréttinda. Hann var kennari við Réttarholtsskóla á árunum 1958-1966. Árið 1960 fluttist Gylfi með fjölskyldu sína í Mosfellssveit þar sem bjuggu þau til 1998. Árið 1966 varð Gylfi skólastjóri Gagnfræðaskólans
...