Kvikmyndin Wicked frá Universal er nú opinberlega orðin tekjuhæsta aðlögun á Broadway-söngleik í sögu alþjóðlegrar miðasölu og hefur því tekið fram úr Mamma Mia! frá árinu 2008 að því er Variety greinir frá
Kvikmyndin Wicked frá Universal er nú opinberlega orðin tekjuhæsta aðlögun á Broadway-söngleik í sögu alþjóðlegrar miðasölu og hefur því tekið fram úr Mamma Mia! frá árinu 2008 að því er Variety greinir frá. Myndin hefur skilað um 634 milljónum dala í kassann eftir aðeins sex vikur í sýningu, eða um 92 milljörðum íslenskra króna, á meðan Mamma Mia! skilaði um 611 milljónum dala í kassann, um 88 milljörðum íslenskra króna, í heildina. Þá hefur Wicked, þar sem þær Ariana Grande og Cynthia Erivo fara með aðalhlutverk, skilað 424 milljónum dala í kassann í Bandaríkjunum, eða því sem nemur um 61 milljarði íslenskra króna, og þannig tekið fram úr Grease frá árinu 1978 í innlendri miðasölu.