Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir það munu skýrast á næstu mánuðum hvort byggt verði hótel vestast á Kirkjusandi. Meðal annars verði tekið mið af ganginum í ferðaþjónustunni á komandi ári.
„Þetta er einstakt tækifæri til að ljúka þessari uppbyggingu við strandlengjuna með flottu hóteli. Hótelið yrði kennileiti fyrir Kirkjusandinn og Borgartúnið enda á hornlóð við hafið,“ segir Jónas Þór og sýnir blaðamanni frumhönnun að hóteli sem unnin var af Frey Frostasyni, arkitekt hjá THG arkitektum.
Nú er miðað við að byggingin verði tvískipt í 5 hæðir og 10 hæðir og með lokuðum inngarði. Gert er ráð fyrir 285 herbergjum og yrði hótelið þá það þriðja stærsta á landinu
...