Tónleikar helgaðir sveiflutímabilinu sem stóð yfir frá um 1930 til 1950, verða haldnir í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 5. janúar kl. 20 og að venju með pompi og prakt. Á þessu tímabili sveiflunnar réðu stórsveitir ríkjum í tónlistarheiminum og voru…
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónleikar helgaðir sveiflutímabilinu sem stóð yfir frá um 1930 til 1950, verða haldnir í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 5. janúar kl. 20 og að venju með pompi og prakt. Á þessu tímabili sveiflunnar réðu stórsveitir ríkjum í tónlistarheiminum og voru stjórnendur, söngvarar og einleikarar poppstjörnur þess tíma, eins og segir á vef Hörpu.
Efnisskráin samanstendur af verkum sem stórsveitir manna á borð við Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington og Count Basie gerðu ódauðleg á sínum tíma og verða aðeins fluttar upprunalegar útsetningar. Atburðurinn verður hinn glæsilegasti og gestasöngvarar ekki af verri endanum, þau Stefanía Svavarsdóttir og Bogomil Font.