Svanur Guðmundsson
Gervigreind hefur á undanförnum árum þróast í afar áhrifamikið tæki sem lofar að bæta líf manna á margvíslegan hátt. Aðferðir okkar við stofnmat fiskistofna hafa breyst afar lítið undanfarna áratugi, og þær upplýsingar sem sjómenn hafa yfir að ráða eru lítið notaðar. Það er mikilvægt að nýta tækni eins og gervigreind sem getur sameinað reynslu og gögn sjómanna til að átta sig betur á vistkerfi hafsins og bæta stofnmat og veiðar hér við land. Ísland, með sínar einstöku náttúruauðlindir og háþróuðu tækni, stendur á krossgötum þar sem gervigreind, sjálfbærni og nýsköpun mætast til að hámarka efnahagslegan og umhverfislegan ávinning.
Bláa hagkerfið og CATCH – bylting í fiskveiðum
Bláa hagkerfið ehf., íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi, hefur þróað CATCH – lausn sem nýtir gervigreind
...