Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að það væri brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem yllu ójafnvægi í íslensku hagkerfi. Í ávarpi sínu lagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands áherslu á heilbrigt samfélag þar sem allir fengju notið sín. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands sagðist í sinni predikun biðja fyrir friði og reisn hverrar manneskju. Allar tóku þær við embætti á síðasta ári og voru ávörpin því þeirra fyrstu áramótaávörp. » 2 og 16