Ég datt óvænt inn á þætti á Rás1 um hátíðirnar sem heita Súrinn. Þar leggur Ragnheiður Maísól Sturludóttir af stað í rannsóknarleiðangur til að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi
Súrdeigsfróð Ragnheiður Maísól með súr sinn.
Súrdeigsfróð Ragnheiður Maísól með súr sinn. — Morgunblaðið/Eggert

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Ég datt óvænt inn á þætti á Rás1 um hátíðirnar sem heita Súrinn. Þar leggur Ragnheiður Maísól Sturludóttir af stað í rannsóknarleiðangur til að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. „Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn. Hvernig endar súrdeigsmóðir, sem er beintengd sænsku konungsfjölskyldunni og Nóbelsverðlaununum, í Mosfellsbæ? Og hvernig flækist hún þaðan á Djúpavog?“ segir m.a. í kynningu og óhætt er að segja að afar skemmtilegt og fróðlegt er að hlusta á þættina. Í fimmta þætti voru t.d. nokkur nöfn dregin fram sem fólk hefur tekið upp á að gefa sínum eigin súr sem það býr með. Þar ræður orðaleikur oft för, Gísli Súrsson og Súrsanna eru þar á meðal, og fólk snýr líka upp á nöfn frægra og þar má nefna Hjalta

...