Lyktar aðeins of mikið af hagsmunapólitík og spillingu. Verið að verðlauna þá sem hafa tekjur af áskriftarsölu á kostnað þeirra sem engar tekjur hafa.
Hólmgeir Baldursson
Hólmgeir Baldursson

Hólmgeir Baldursson

Ég rek af áhugamennsku lítinn afþreyingarmiðil sem er þó skráður hjá fjölmiðlanefnd og hefur verið í loftinu frá því í byrjun október á síðasta ári. Þeir sem kannast eitthvað við mig vita að ég er ötull talsmaður frelsis í ljósvakamálum og stend gegn alls kyns hagsmunapústrum og bara drepleiðist þegar verið er að mismuna einum á móti öðrum í sama bransanum. Loksins nú nýverið auglýsti fjölmiðlanefnd styrki fyrir þá sem hafa stutt við bakið á textuðu og talsettu barnaefni og er það eitt og sér gott framtak, þannig að ég sótti um að fá eitthvað af þeim kostnaði sem mitt áhugamannsbatterí hefur kostað til vegna útsendinga Skjás 1 á barnaefni síðasta árið.

En menningar- og viðskiptaráðuneyti hefur ákveðið, að fengnum tillögum fjölmiðlanefndar sbr. 4. gr. reglna nr. 1148/2024 um úthlutun styrkja úr talsetningar- og

...