Áhorf á leiki í NBA-deildinni í körfuknattleik í sjónvarpi í Bandaríkjunum hefur minnkað um næstum helming frá hátindinum fyrir fáum árum. Í ítarlegri grein í Morgunblaðinu í dag veltir Gunnar Valgeirsson því fyrir sér hvað gæti hafa valdið þessum samdrætti í áhorfi.

Tínir hann til ýmis rök og beinir sjónum sérstaklega að aukinni áherslu á þriggja stiga skot og tölfræðigreiningar. » 46