Ég vildi að ég gæti sagt að nú, tæpum 50 árum síðar, sé allt önnur mynd og samfélag sem blasir við konum en svo er ekki.
Aðgerðir Myndin er tekin á lokatónleikum Læti! / Stelpur rokka!, sem eru sjálfboðaliðarekin, sumarið 2013.
Aðgerðir Myndin er tekin á lokatónleikum Læti! / Stelpur rokka!, sem eru sjálfboðaliðarekin, sumarið 2013. — Morgunblaðið/Ómar

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Stelpur horfið ögn til baka / á allt sem hefur konur þjakað / Stelpur horfið bálreiðar um öxl! / Ef baráttu að baki áttu / berðu höfuðið hátt og láttu / efann hverfa, unnist hefur margt.“ Ég greip þessar línur nánast af handahófi úr baráttusöngnum magnaða „Áfram stelpur (í augsýn er nú frelsi)“ sem lokar tímamótaplötunni Áfram stelpur (1975). Platan var gefin út þegar miklar hræringar voru að eiga sér stað í kvenréttindabaráttu heimsins en í október það ár var Kvennafrídagurinn svonefndi. Hann gat af sér einn fjölmennasta útifund Íslandssögunnar þegar konur sem lögðu niður vinnu þann dag söfnuðust saman á Lækjartorgi.

Ég vildi að ég gæti sagt að nú, tæpum 50 árum síðar, sé allt önnur mynd

...