Vinnustaðurinn fer að loga í eilífum ófriði og óánægju þar til reynt er að lægja öldur með launaleynd. Þá byrjar spillingin.
Ögmundur Jónasson
Á Þorláksmessu birtust tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um kjarasamninga, annars vegar hjá hinu opinbera, hins vegar á opnum markaði. Annars vegar er það bæjarstjórinn í Kópavogi, Ásdís Kristjánsdóttir, sem vill afnema „sérréttindi“ opinberra starfsmanna og segir það vera „til hagsbóta fyrir alla“ en það er einmitt heiti greinar hennar í blaðinu. Hin greinin fjallar um gervistéttarfélög og er eftir Sighvat Bjarnason flugmann. Í þessum greinum er talað sitt úr hvorri áttinni en báðar eru greinarnar þess eðlis að þær ættu að leiða til umhugsunar og umræðu.
Viðskiptaráð vísi veginn
Ásdís bæjarstjóri mælir djarflega þykir mér þegar hún talar fyrir afnámi ýmissa „sérréttinda“ opinberra starfsmanna með vísan í „áhugaverða“ skýrslu frá
...