Það sem einkennir nýja árið fyrir utan metnaðarfull markmið og nokkra daga af hollu mataræði eru útsölurnar. Útsölurnar hefjast strax á nýju ári þegar reynt er að koma jóla- og hávetrarvörunni út. Á þessum tíma er bæði hægt að gera mjög góð og mjög slæm kaup
Klassík Leðurtaska og aðrir tímalausir fylgihlutir eru oft sniðug útsölukaup.
Klassík Leðurtaska og aðrir tímalausir fylgihlutir eru oft sniðug útsölukaup. — AFP/Adam Gray

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Það sem einkennir nýja árið fyrir utan metnaðarfull markmið og nokkra daga af hollu mataræði eru útsölurnar. Útsölurnar hefjast strax á nýju ári þegar reynt er að koma jóla- og hávetrarvörunni út. Á þessum tíma er bæði hægt að gera mjög góð og mjög slæm kaup. Það er alltaf best að leita eftir tímalausum fatnaði á útsölu og einnig vörum sem þú hefur haft augastað á lengi. Oft er betra að sækja í verslanir með dýrari vörum. Afslátturinn er stundum meiri og þar eru gæðaflíkur sem munu endast næstu árin. Áður en gengið er að afgreiðslukassanum er sniðugt að spyrja sjálfan sig þessara spurninga:

Er þetta fatamerki sem mér líkar við? Það er algengt að missa sig í útsölukaupum og ætla að kaupa eitthvað nýtt sem manni hefur aldrei dottið í hug áður. Slæm hugmynd. Sækjum frekar í

...