Sigurður Jónsson sendi kveðju eftir flótta Assads til Rússlands sem líklega varð honum til lífs, að minnsta kosti um stundarsakir. Eins og fram kemur hefur Assad mjög sérstakt höfuðlag: Hann Assad er ansans kjáni og algjör bófasláni

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Sigurður Jónsson sendi kveðju eftir flótta Assads til Rússlands sem líklega varð honum til lífs, að minnsta kosti um stundarsakir. Eins og fram kemur hefur Assad mjög sérstakt höfuðlag:

Hann Assad er ansans kjáni

og algjör bófasláni.

Með sinn dínaríska haus

hann dvöl hjá Pútín kaus,

dóninn þáði framhaldslíf að láni.

Einnig barst kveðja frá Árna Bergmann:

Ég fljótur er að finna orð

yfir flest á mínum diski,

en þekki hvorki haus né sporð

á heimsins mikla fiski.

Steindór

...