Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður skrifaði áramótakveðju á facebooksíðu sína og vék þar sérstaklega að tveimur atvinnuvegum sem ríkisstjórnin hefur boðað aðgerðir gagnvart: „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að ríkisstjórnin ætlar að valda óvissu meðal tveggja af meginstoðum hagkerfisins, í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, með því að gefa út óljós skilaboð um aukna skattheimtu.

Sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan þurfa ekki, frekar en aðrar atvinnugreinar, á óvissu að halda. Reynsla síðustu ára ætti að hafa kennt okkur að það er ekkert sjálfgefið þegar kemur að þessum mikilvægu atvinnugreinum.“

Og Áslaug Arna hélt áfram og benti á að ferðamennirnir kæmu ekki hingað til lands af sjálfum sér, „þá þarf að sækja með öflugri markaðssetningu og kynningu – og þá þurfa að liggja fyrir fjárfestingar af hálfu einkaaðila

...