Listasafn Reykjavíkur Usli ★★★★· Sýningarstjórar Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Aldís Snorradóttir. Sýningin stendur til 9. febrúar 2025. Opið alla daga kl. 10-17.
Stórt 55 spariklæddir karlmenn gnæfa yfir gesti sýningarinnar Usla á Kjarvalsstöðum nú um þessar mundir.
Stórt 55 spariklæddir karlmenn gnæfa yfir gesti sýningarinnar Usla á Kjarvalsstöðum nú um þessar mundir. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

Það var forvitnileg ákvörðun hjá Listasafni Reykjavíkur að velja Hallgrím Helgason sem áttunda listamanninn til þess að taka þátt í sýningaröð safnsins á Kjarvalsstöðum þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Áður hafa verið teknir fyrir listamenn á borð við Heklu Dögg Jónsdóttur og Guðjón Ketilsson og nýlega var tilkynnt að Kristín Gunnlaugsdóttir yrði næst til þess að hljóta þennan heiður.

Hallgrímur er einna þekktastur fyrir skáldsögur sínar sem notið hafa mikillar velgengni eins og til dæmis 101 Reykjavík sem gerð var að vinsælli kvikmynd, Höfund Íslands sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2001 og stutt er síðan hann lauk við sextíu kílóa þríleikinn um Siglufjörð. Yfirlitssýningin, Usli,

...