„Tækniþróun dagsins í dag er mjög hröð og að fylgja henni eftir er talsverð áskorun,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Driftar EA. Aðsetur fyrirtækisins, sem var stofnað af þeim frændum Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni, er á Akureyri og áhersluverkefnin eru nýsköpun í heilbrigðismálum, öldrunarþjónustu, grænum lausnum, líftækni, matvælaframleiðslu og tæknilausnum í sjávarútvegi.
„Þær greinar sem við horfum einkum til tengjast að nokkru leyti. Þær eru jafnframt mikilvægar stoðir í atvinnulífi hér við Eyjafjörð. Í allri atvinnustarfsemi er mikilvægt að svara kalli tímans og brydda upp á einhverju nýju. Jafnframt þarf að finna gott jafnvægi milli mekkanisma og mennskunnar, nú þegar gervigreind tölvunnar er orðin svipuð meðaltali vísitölu greindar mannfólksins. Þarna þurfa siðferðisleg sjónarmið að koma inn,“
...