Argentínska leikkonan Olivia Hussey er látin, 73 ára að aldri. Hussey öðlaðist heimsfrægð á táningsaldri þegar hún lék í kvikmynd Francos Zeffirelli, Rómeó og Júlíu, árið 1968 sem byggð var á sígildu og samnefndu verki Williams Shakespeare
Mær Olivia Hussey sem Júlía 1968.
Mær Olivia Hussey sem Júlía 1968.

Argentínska leikkonan Olivia Hussey er látin, 73 ára að aldri. Hussey öðlaðist heimsfrægð á táningsaldri þegar hún lék í kvikmynd Francos Zeffirelli, Rómeó og Júlíu, árið 1968 sem byggð var á sígildu og samnefndu verki Williams Shakespeare. Fyrir leik sinn í myndinni hlaut Hussey Golden Globe-verðlaunin sem besta nýja leikkonan en nokkrum áratugum síðar höfðaði hún mál gegn framleiðanda myndarinnar, Paramount Pictures, fyrir að þvinga hana til að leika í nektarsenu, aðeins 15 ára að aldri. Með hlutverk Rómeós fór Leonard Whiting en hann var 16 ára.

Hussey fæddist í Búenos Aíres í Argentínu en ólst upp í Lundúnum þar sem hún nam leiklist. Af fleiri eftirminnilegum hlutverkum sem hún fór með á ferli sínum má nefna Maríu mey sem hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Jesus of Nazareth.