Úrvalsdeild karla í körfubolta hófst á ný í gærkvöldi eftir jólafrí og er óhætt að segja að keppni hafi farið af stað með miklum látum. Gríðarleg spenna var í öllum þremur leikjum gærkvöldsins og úrslitin réðust á lokasekúndum í venjulegum leiktíma í tveimur leikjum og í framlengingu í þeim þriðja. Að lokum fögnuðu ÍR, Álftanes og Njarðvík sigrum á Grindavík, Keflavík og Þór frá Þorlákshöfn. » 26