Geir Waage
Snemma morguns hinn 17. desember var rússneski hershöfðinginn Igor Kirillov myrtur ásamt bílstjóra sínum í sprengjutilræði sem fólk úr leyniþjónustu úkraínska hersins segist hafa staðið að. Sú leyniþjónusta hefur staðið að morðum á „andstæðingum Úkraínu“ víða um jarðir, svo sem rithöfundinum Darinu Duginu, blaðamanninum Tatarsky og einum samningamanna Úkraínu í Istanbúl-friðarviðræðunum vorið 2022, Denis Kieryev. Sílesk-bandaríski blaðamaðurinn Gonzalo Lira dó í úkraínsku fangelsi. Kiril Boudanov hershöfðingi, yfirmaður leyniþjónustunnar, heldur úti „dauðalista“ þar sem finna má nöfn hundraða meintra andstæðinga Selenskí-stjórnarinnar víða um lönd. Lira var á listanum. Ísis-hryðjuverkamenn voru látnir gangast við hryðjuverkinu í Krókus-tónlistarhúsinu í Moskvu 11. apríl 2024, þar sem 133 týndu lífi en hundruð lágu sár eftir. Síðan var verkið rakið til
...