Á nýju ári mun hægt og rólega koma í ljós raunverulegt innihald sáttmála nýrrar ríkisstjórnar og um hvað var raunverulega samið á dögunum í desember. Á gamlársdag kom sitthvað í ljós í umræðum formanna flokkanna í Kryddsíldinni. Þá sagði til dæmis forsætisráðherra að ný ríkisstjórn teldi ekki þörf á að fara í frekari aðgerðir að neinu ráði í málefnum þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd og stöðunni á landamærunum.
Það eru rétt um tveir og hálfur mánuður frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu, ekki síst vegna þeirrar afstöðu samstarfsflokka að afgreiða ekki fleiri breytingar á málaflokknum. Það töldum við óboðlegt enda málaflokkur sem er kvikur og þarfnast í raun stöðugra breytinga til að bregðast við. Á síðustu kjörtímabilum höfum við ítrekað lagt fram breytingar sem loksins fleiri flokkar studdu, en þó ekki fyrr en vandinn varð sýnilegri og áþreifanlegri fyrir
...