„Þá er ég tvo daga í viku að skera og hitta konur. Restina af vikunni hef ég til að skrifa og fara í ferðir.“
Helga segist hafa fundið jafnvægið í lífinu með fjölbreyttum störfum.
Helga segist hafa fundið jafnvægið í lífinu með fjölbreyttum störfum. — Morgunblaðið/Karítas

Dagur fimm var hvíldardagur og þá þurfti fólk að veiða sér sjálft til matar svo ég þurfti að læra stangveiði. Við þurftum líka að gera að fiskinum og ég sem skurðlæknir lærði það náttúrulega á núll einni.“ Þetta segir Helga Medek, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, um fyrstu ferðina sem hún fór í sem leiðsögumaður á Arnarvatnsheiði.

Helga er 48 ára gömul og lærði læknisfræði í Medical University of Vienna, í Vínarborg í Austurríki, þar sem hún ólst upp. Móðir hennar var íslensk og faðir hennar austurrískur og liggja því ræturnar annars vegar hér í Norður-Atlantshafi og hins vegar á meginlandi Evrópu.

Æskudraumurinn

Hægt er að segja að Helga hafi að einhverju leyti horfið aftur til æskudraumanna þegar hún hóf nám í Leiðsöguskólanum við Menntaskólann í Kópavogi og fjarnám við ritlistarskólann Schule des Schreibens í Hamborg, eftir að

...