Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, starfandi forseti Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið að þing gæti mögulega komið saman í lok janúar.

„Ég myndi giska á að það yrði ekki fyrr en í lok mánaðar,“ segir Ásthildur aðspurð en tekur fram að hún geti ekki staðfest það.

Þingflokksformenn hafa til 6. janúar að skipa þingmenn í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fá að skipa tvo fulltrúa hver en Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsókn fá að skipa einn fulltrúa hver. Nefndin getur ekki tekið til starfa fyrr en landskjörstjórn hefur lagt fyrir Alþingi umsögn um alþingiskosningar.

Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir í samtali við Morgunblaðið að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en um miðjan mánuð og „hugsanlega fyrr“.

...