Addi býr í Árbænum með Hrafnhildi Sesselju Mooney og segir þau eiga samtals fjögur börn og átta mánaða míní-schnauzer-hundinn Lottu. Hann bjó í ein tíu ár í Svíþjóð þar sem hann gifti sig og eignaðist tvö börn. Þar vann hann sem PGA-golfkennari í stórum klúbbi en hann vinnur enn við golfkennslu. Auk golfsins segist hann fara í fjallgöngur, á skíði og hafa gaman af ferðalögum.
„Ég hef líka mjög gaman af því að dunda mér við endurbætur á heimilinu.“
Hálfgerður Bjarnfreðarson
Addi er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hann hóf skólagöngu sína í Laugarnesskóla og lauk grunnskólanum í Hólabrekkuskóla með viðkomu í Fossvogsskóla. Addi segist geta státað af nokkrum gráðum og bætir við að hann sé nettur Bjarnfreðarson. „Eftir grunnskólann lá leiðin í Fjölbraut við Ármúla þaðan sem ég útskrifaðist sem stúdent árið 1994. Ég
...