Landsliðsfyrirliðinn og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir átti frábært ár en hún varð Þýskalandsmeistari síðasta vor með félagsliði sínu Bayern München, þar sem hún er einnig fyrirliði. Til að toppa árið 2024 var Glódís sæmd heiðursmerki…
Þýskaland
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðsfyrirliðinn og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir átti frábært ár en hún varð Þýskalandsmeistari síðasta vor með félagsliði sínu Bayern München, þar sem hún er einnig fyrirliði.
Til að toppa árið 2024 var Glódís sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðarlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.
„Þetta er gríðarlega mikill heiður og kom mér mikið á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hafði í raun aldrei pælt eitthvað sérstaklega í því að þetta gæti verið möguleiki. Ég er þakklát og dagurinn í gær [fyrradag] var mjög fallegur í alla staði. Nú er bara að halda áfram á sömu braut til þess að standa undir orðunni,“ sagði Glódís í léttum tón í samtali
...