Ingunn Erla Stefánsdóttir er fædd 3. janúar 1925 á Minni-Borg í Grímsnesi.
„Ég gekk í farskóla í sveitinni og hjálpaði til við heimilisstörf og bústörf. Á Minni-Borg var verslun og samkomuhús sveitarinnar. Pabbi minn var bóndi og oddviti. Móðir mín var organisti og símstöðvarstjóri. Við vorum níu systkinin, það var alltaf líf og fjör á bænum.
Ég hef alltaf haft gaman af dansi og voru böll hálfsmánaðarlega á Borg. Ég steig mín fyrstu dansspor í samkomuhúsinu þriggja ára.
Ég fór til Reykjavíkur 17 ára og fór þá strax að stunda fimleika með Ármanni, var í sýningarflokki og sýndi víða.“
Ingunn var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1943-1944. „Þar eignaðist ég mínar bestu vinkonur. Nú er ég ein eftir af 35 skólasystrum. Það var mjög gaman
...