Hvernig ætlarðu að byrja nýja árið? „1. janúar er einn af skemmtilegustu dögum ársins en þá átti dóttir mín afmæli og dagurinn fór í afmælisdekur fyrir hana. Mér finnst það frábær byrjun á árinu.“ Seturðu þér markmið? „Það er…
Hvernig ætlarðu að byrja nýja árið?
„1. janúar er einn af skemmtilegustu dögum ársins en þá átti dóttir mín afmæli og dagurinn fór í afmælisdekur fyrir hana. Mér finnst það frábær byrjun á árinu.“
Seturðu þér markmið?
„Það er alltaf markmið að gera betur en árið áður.“
Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Eins og staðan er þá starfa ég sem vörumerkjastjóri tískufatnaðar hjá Rún heildverslun, stunda fjarnám í Skapandi greinum í Háskólanum á Bifröst ásamt því að vera einn af eigendum Ey Studio sem er ljósmyndastúdíó staðsett á Granda. Það er alltaf nóg að gera.“
Hvað getur þú sagt mér um uppáhaldsmatinn þinn?
...