Að krukka, segir Orðsifjabók, er að „smáskera eða pota í (t.d. í mein eða kýli)“, en annars að hjakka eða káka við e-ð. Uppruni óljós

Að krukka, segir Orðsifjabók, er að „smáskera eða pota í (t.d. í mein eða kýli)“, en annars að hjakka eða káka við e-ð. Uppruni óljós. Það er bannað að krukka í kökuna áður en afmælið byrjar er orðabókardæmi. Allt

ber að sama brunni (og eins dæmin í Ritmálssafni). Maður krukkar í kökuna eða annað í þolfalli, ekki „kökunni“.