Að venju voru skiptar skoðanir á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. Miðað við félagsmiðla fannst sumum það frábært og öðrum ömurlegt, en fátt þar á milli. Það eru fullafdráttarlausir dómar, það var í meðallagi, lala, ekki neitt neitt til eða frá
Kryddsíld Inga Sæland fór á kostum í lok árs.
Kryddsíld Inga Sæland fór á kostum í lok árs. — Skjáskot/Stöð 2

Andrés Magnússon

Að venju voru skiptar skoðanir á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. Miðað við félagsmiðla fannst sumum það frábært og öðrum ömurlegt, en fátt þar á milli. Það eru fullafdráttarlausir dómar, það var í meðallagi, lala, ekki neitt neitt til eða frá.

Kannski má helst finna að því að það var ekki alveg það áramótauppgjör sem ætla má af slíkri revíu, mörg atriðanna höfðu enga augljósa skírskotun til atburða 2024. Nema að fyrstu skriftafundir voru ljóslega beint eftir forsetakosningar, sem fyrir vikið voru of fyrirferðarmiklar. Í hugum þjóðarinnar er svo langt um liðið að það hefði eins mátt djóka með móðuharðindin.

Þá má líka efast um leikaraval. Pétur Jóhann Sigfússon er einn besti gamanleikari þjóðarinnar, en það vantar samt eitthvað upp á að hann

...