Steingrímur Þormóðsson, Þ. Skorri Steingrímsson og Fjölnir Vilhjálmsson
Fræðimenn í lögum hafa sagt að umferðarlögin séu merkilegur lagabálkur fyrir þær sakir að samkvæmt lögunum hefðu allir vegfarendur greinilegan og jafnan rétt. Lögin leggi ríka tillits- og varúðarskyldu á alla ökumenn gagnvart öðrum vegfarendum, að viðlagðri ábyrgð.
Meðal þeirra skyldna sem á ökumenn eru lagðar með lögunum er að stoppa gegn rauðu ljósi og við biðskyldumerki, eins og flestum er kunnugt. Einnig þurfa ökumenn að hafa aflað sér ökuréttinda og vera allsgáðir við aksturinn.
Þegar umferðarslys eða -óhöpp verða vegna þess að ökumenn sinna ekki þessum ríku skyldum sínum varðar slíkt fésektum eða annarri þyngri refsingu.
Samkvæmt umferðarlögum, lögreglulögum og lögum um
...