Vatn flæddi úr farvegi Hvítár nærri bænum Brúnastöðum í Flóahreppi og yfir í áveituskurð þar nærri síðdegis í gær. Veðurstofa Íslands, almannavarnir og lögreglan á Suðurlandi hafa fylgst með ástandinu
Flóinn Vatn úr farvegi Hvítár. Mynni skurðarins sést stíflað vegna íss og flóðgátt í honum lokuð. Vatn rennur á yfirfalli árinnar þarna inn í skurðinn.
Flóinn Vatn úr farvegi Hvítár. Mynni skurðarins sést stíflað vegna íss og flóðgátt í honum lokuð. Vatn rennur á yfirfalli árinnar þarna inn í skurðinn. — Morgunblaðið/Grétar Einarsson

Anton Guðjónsson

anton@mbl.is

Vatn flæddi úr farvegi Hvítár nærri bænum Brúnastöðum í Flóahreppi og yfir í áveituskurð þar nærri síðdegis í gær. Veðurstofa Íslands, almannavarnir og lögreglan á Suðurlandi hafa fylgst með ástandinu.

Ísstífla var búin að vera að byggjast upp á svæðinu undanfarna daga. Vatnshæð hækkaði mikið í gær og síðdegis tók vatn að flæða fram hjá Flóaáveitustíflu ofan í Flóaáveituskurð. Frost minnkaði nokkuð snögglega í gær, sem gæti hafa orsakað snögga breytingu

...