Anton Guðjónsson
anton@mbl.is
Hryðjuverkamaðurinn Shamsud-Din Jabbar er talinn hafa verið einn að verki á nýársnótt í New Orleans í Bandaríkjunum. Jabbar ók á pallbifreið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið. Fimmtán liggja á spítala vegna árásarinnar. Jabbar náði sjálfur að særa tvo lögreglumenn í skotbardaga við lögregluna áður en hann var skotinn til bana.
Á nýársdag tilkynnti lögreglan að Jabbar hefði líklega ekki verið einn að verki. Í gær hélt alríkislögregla Bandaríkjanna FBI blaðamannafund þar sem hið öfuga var staðfest. Christopher Raia, aðstoðarforstjóri FBI, sagði að ástæðan fyrir þessari breytingu væri sú að myndin af atburðarásinni væri mun skýrari en sólarhring áður eftir að um þúsund manna lögreglulið hefði farið yfir alls kyns upplýsingar í
...