Múr er vonarstjarna íslenska öfgarokksins í dag. Sá geiri hefur vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi undanfarin ár og meðlimir Múrs eru nýjustu kyndilberarnir. Frumburður sveitarinnar, samnefnd henni, kom út í ár og er ógurlegur. Löng dramafyllt lög í anda Sigur Rósar og ISIS með hágæða melódíum og spilamennsku. Það er allt geirneglt hjá þessum ungu mönnum og það verður spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Kynnið ykkur líka æði brjálæðislegan svartmálm G2E en platan kallast Grindavík. Einnig verkið Tungumál svarthola sem er eignað sólóverkefni Dags í Misþyrmingu, Pthumulhu. Stórfellt brjálæði!
Una Torfa gaf út fyrstu plötu sína í fullri lengd í vor, Sundurlaus samtöl. Einstaklega frambærilegt verk verður að segjast, bókstaflega sindrandi af öryggi. Tilkomumikil. Stór. Einlæg. Blíð – og
...