„Það hefur gengið vonum framar að fá flugeldaruslið til okkar,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu. Hann segir flesta hafa sett flugeldarusl í sérmerkta flugeldaruslagáma sem komið var upp víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Þó er víða rusl við ruslatunnur, eins og var við Ægisíðu í gær.
Gunnar Dofri segir að mikið sé þegar komið inn í Sorpu úr gámunum en í gærmorgun var t.d. verið að losa gáminn við Vesturbæjarlaugina, þar sem safnast hafði mikið af rusli við hlið gámsins. „Það eru alltaf einhverjir sem skilja ruslið eftir við almennar ruslatunnur, og þá verður að treysta því að starfsfólk sveitarfélaganna komi því til okkar.“ doraosk@mbl.is