Fræðirit Börn í Reykjavík ★★★★★ Eftir Guðjón Friðriksson. Mál og menning, 2024. Innb., 635 bls.
Boltaleikur Rýnir er afar ánægður með verk Guðjóns Friðrikssonar, Börn í Reykjavík, og nefnir meðal annars skemmtilegan kafla um leiki barna.
Boltaleikur Rýnir er afar ánægður með verk Guðjóns Friðrikssonar, Börn í Reykjavík, og nefnir meðal annars skemmtilegan kafla um leiki barna.

Bækur

Kristján Jóhann

Jónsson

Tilvitnun sem Guðjón Friðriksson sækir til baráttukonunnar Guðrúnar Erlendsdóttur lögmanns hefst á þessum orðum: „Af minnihlutahópum þjóðfélagsins hefur það tekið börnin lengstan tíma að fá viðurkennd réttindi sín.“ Í þessari staðhæfingu felst býsna alvarleg ákæra. Undir hana er góðum stoðum rennt í bók Guðjóns og að sumu leyti endurspeglast þetta viðhorf í allri bókinni. Þar er rakin saga barna í Reykjavík og höfundurinn heldur afar vel á sínum spilum. Til er heilmikið af góðu efni um sögu barna á Íslandi en hvergi á einum stað. Sú heildarmynd sem birtist í bókinni Börn í Reykjavík er mikilvæg.

Frásögnin tekur mið af sjónarhorni barna og það er upphaf þessarar sögu að í Reykjavík verður

...