Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Með þessari sýningu er byggðasafnið að færa safnið enn frekar út til almennings. Í safnastarfi er mikilvægt að brydda sífellt upp á einhverju nýmæli í samræmi við að samfélagið þróast hratt,“ segir Svanhvít Tryggvadóttir, sérfræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Á dögunum var þar í bæ opnuð sýningin Köldu ljósin, sem tileinkuð er starfi frumkvöðulsins Jóhannesar Reykdal (1874-1946). Sýningin er í glerskála í undirgöngum við Lækinn í Hafnarfirði, á svæði sem einu nafni er kallað Hörðuvellir.
Rafvæðing Íslands var hafin
Jóhannes Reykdal, fæddur í Reykdal í Suður-Þingeyjarsýslu, var maður sem munaði um; samanber að fyrsta virkjunin á Íslandi var reist að hans frumkvæði. Var hún við Lækinn og Hörðuvelli
...