Hefur nýjum ráðamönnum í raun snúist hugur um ríkisútgjöld?

Ríkisstjórnin hefur kallað eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilum um hagræðingu í ríkisrekstri, auk þess sem sérstaklega verður kallað eftir upplýsingum og ábendingum frá ríkisstofnunum um sama efni. Samráðsgátt var opnuð af þessu tilefni í gær og verður opin í þrjár vikur og eru tillögur þegar farnar að tínast inn.

Ætla má að töluverður fjöldi tillagna muni berast og fær starfshópur forsætisráðuneytisins án efa nóg að gera við að fara í gegnum þær og velja úr þær sem álitlegar eru til að hrinda í framkvæmd.

Vonandi kemur eitthvað út úr þessu, ekki veitir af, en þó
verður vart hjá því komist að benda á að skýringin á því að ríkið hefur fremur tilhneigingu til að þenjast út en dragast
saman er ekki skortur á tillögum um hvar megi spara eða hagræða. Ýmsir hafa lagt til niðurskurð á mörgum liðum fjárlaga og

...