Sameina stofnanir, endurreisa stofnanir, herða aðgengi að landamærum, hætta við áform um borgarlínu, stafvæða umsóknar- og afgreiðslukerfi, einfalda regluverk í kringum húsbyggingar, hækka skatt á ferðaþjónustuna, hætta að styrkja Ríkisútvarpið,…

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Sameina stofnanir, endurreisa stofnanir, herða aðgengi að landamærum, hætta við áform um borgarlínu, stafvæða umsóknar- og afgreiðslukerfi, einfalda regluverk í kringum húsbyggingar, hækka skatt á ferðaþjónustuna, hætta að styrkja Ríkisútvarpið, hætta að styrkja aðra fjölmiðla en Ríkistútvarpið, fækka upplýsingafulltrúum ríkisstofnana, skera niður listamannalaun, styrkja skólakerfið og beita gagnreyndum aðferðum við lestrarkennslu barna.

Þetta eru meðal þeirra hugmynda sem landsmenn leggja nýrri ríkisstjórn til við sparnað í ríkisrekstrinum en ríkisstjórnin boðaði í gær til samráðs við þjóðina í þeim málum.

Tillögurnar ásamt rökstuðningi með þeim eru misítarlegar og sömuleiðis misróttækar. Sumir hvetja ráðamenn þjóðarinnar að líta í eigin barm, m.a. með því að endurskoða lög um þingfararkaup, afnema biðlaunarétt þingmanna og ráðherra,

...