Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter er fyrsta íslenska myndin sem er aðgengileg á streymis­veitunni Disney+. Myndin er í tilkynningu sögð hafa náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðlegum vettvangi en hún var heimsfrumsýnd á…

Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter er fyrsta íslenska myndin sem er aðgengileg á streymis­veitunni Disney+. Myndin er í tilkynningu sögð hafa náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðlegum vettvangi en hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2023, þar sem hún keppti um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Síðan þá hefur Fár verið sýnd á yfir 130 kvikmyndahátíðum um allan heim. „Það er óskaplega mikið gleðiefni að geta deilt myndinni á þennan aðgengilega hátt með fólki,“ er haft eftir leikstjóranum Gunni sem jafnframt leikur aðalhlutverkið.