Aðspurð segir hún óraunhæfa fegurðarstaðla hafa ýtt undir neikvætt viðhorf ungmenna til líkama og útlits og vill hún því ólm leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa táningsstúlkum að þekkja eigið virði og sýna þeim að sjálfstraust sé hin rétta uppspretta fegurðar.
Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu verkefni?
„Við vorum með þessi námskeið í mörg ár, mjög vinsæl, en nú verður það með aðeins breyttu sniði. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Mikilvægi sjálfstrausts og heilbrigðrar mótunar sjálfsmyndar var kveikjan að þessu námskeiði.
Ég man mjög vel hvernig mér leið á þessum árum, þessum mikilvægu mótunarárum, og mér leið oft ekki vel. Á uppvaxtarárum mínum voru engir samfélagsmiðlar, „filterar“, flóknar húðrútínur eða „like“-hnappar en þrátt fyrir það átti
...