Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Undirbúningur er hafinn á vegum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra að stofnun sérstakrar eftirlitsnefndar með framkvæmdum við Hvammsvirkjun í Þjórsá. Heimild er í skipulagslögum til að skipa slíka eftirlitsnefnd vegna umfangsmikilla framkvæmda sem eru matsskyldar eða þegar um sérstaka eða vandasama framkvæmd er að ræða.
Gert er ráð fyrir að nefndin starfi allan framkvæmdatímann. Framkvæmdaaðilinn, Landsvirkjun, ber allan
...