Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir að árið 2024 hafi verið það ár sem rafmyntir sem eignaflokkur hafi fengið þá viðurkenningu sem þær eigi skilið. Kauphallarsjóðir með Bitcoin voru settir á laggirnar í fyrra …
Rafmyntir Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir áhuga fólks á rafmyntum hafa aukist mikið að undanförnu.
Rafmyntir Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir áhuga fólks á rafmyntum hafa aukist mikið að undanförnu.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir að árið 2024 hafi verið það ár sem rafmyntir sem eignaflokkur hafi fengið þá viðurkenningu sem þær eigi skilið. Kauphallarsjóðir með Bitcoin voru settir á laggirnar í fyrra og nam innflæðið inn í þá um 35 milljörðum bandaríkjadala. Daði bendir á að kauphallarsjóðir með Bitcoin hafi á aðeins einu ári náð þeim árangri að verða næstum því jafnstórir og kauphallarsjóðir með gull.

„Það má heldur ekki gleyma því að pólitíkin í Bandaríkjunum og víðar hefur orðið jákvæðari að undanförnu gagnvart geiranum,“ segir Daði og bætir við að hann sé bjartsýnn á að árið 2025 verði spennandi ár.

„Ég tel að svo lengi sem hefðbundnum eignamörkuðum gangi vel

...