Það er ekki auðvelt að öðlast frægð og frama á unglingsaldri. Það getur jafnvel verið uppskrift að harmleik. Það gerðist í lífi Edwards Furlongs. Hann öðlaðist heimsfrægð eftir leik sinn í Tortímandanum 2 en eftir það tók vímuefnaneysla öll völd og eyðilagði líf hans.
Leikarinn er orðinn 47 ára og segist loks hafa fengið annað tækifæri í lífinu eftir að hafa verið í viðjum eiturlyfja í áratugi. Hann hefur verið nokkuð í fréttum í tilefni af hryllingsmyndinni The Forest Hills þar sem hann fer með hlutverk, en myndin er sú síðasta sem leikkonan Shelley Duvall lék í. Fyrir skömmu var frumsýnd heimildamyndin Edward Furlong og The Forest Hills sem fjallar um leikarann og gerð kvikmyndarinnar.
Fékk að ganga laus
Furlong öðlaðist heimsfrægð árið 1991, þá 13 ára gamall, þegar hann lék hinn unga John
...