Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Það má alveg kalla þetta þrautalendingu en ég held að þær hafi ályktað sem svo, og réttilega, að Flokkur fólksins væri frekar til í að gefa eftir kosningaloforðin sín en við.“
Þessum orðum fer Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins um nýlega stjórnarmyndun um nýjan meirihluta á Alþingi Íslendinga. Og hann er spurður:
Af hverju áttu þau að draga þá ályktun? Inga Sæland mætti hér til mín og á fleiri staði og ég vil meina að hún hafi verið afdráttarlausari en þú í sínum yfirlýsingum.
Já, hún var það. Fyrir kosningar. En ég held að þær þekki til hennar að nægu leyti til að vita að það sem hún segir sveiflast töluvert milli daga, tala nú ekki um milli missera. Þannig að þær hafa talið að hún myndi þrá það að verða ráðherra, sem var greinilega rétt metið hjá þeim. Og þær
...